Add parallel Print Page Options

11 Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð.

Og svo bar við, er þeir fóru stað úr stað í austurlöndum, að þeir fundu láglendi í Sínearlandi og settust þar að.

Og þeir sögðu hver við annan: "Gott og vel, vér skulum hnoða tigulsteina og herða í eldi." Og þeir notuðu tigulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað kalks.

Og þeir sögðu: "Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina."

Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn, sem mannanna synir voru að byggja.

Og Drottinn mælti: "Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra.

Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál."

Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina.

Þess vegna heitir hún Babel, því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar, og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina.

10 Þetta er ættartala Sems: Sem var hundrað ára gamall, er hann gat Arpaksad, tveim árum eftir flóðið.

11 Og Sem lifði, eftir að hann gat Arpaksad, fimm hundruð ár og gat sonu og dætur.

12 Er Arpaksad var þrjátíu og fimm ára, gat hann Sela.

13 Og Arpaksad lifði, eftir að hann gat Sela, fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur.

14 Er Sela var þrjátíu ára, gat hann Eber.

15 Og Sela lifði, eftir að hann gat Eber, fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur.

16 Er Eber var þrjátíu og fjögurra ára, gat hann Peleg.

17 Og Eber lifði, eftir að hann gat Peleg, fjögur hundruð og þrjátíu ár og gat sonu og dætur.

18 Er Peleg var þrjátíu ára, gat hann Reú.

19 Og Peleg lifði, eftir að hann gat Reú, tvö hundruð og níu ár og gat sonu og dætur.

20 Er Reú var þrjátíu og tveggja ára, gat hann Serúg.

21 Og Reú lifði, eftir að hann gat Serúg, tvö hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur.

22 Er Serúg var þrjátíu ára, gat hann Nahor.

23 Og Serúg lifði, eftir að hann gat Nahor, tvö hundruð ár og gat sonu og dætur.

24 Er Nahor var tuttugu og níu ára, gat hann Tara.

25 Og Nahor lifði, eftir að hann gat Tara, hundrað og nítján ár og gat sonu og dætur.

26 Er Tara var sjötíu ára, gat hann Abram, Nahor og Haran.

27 Þetta er saga Tara: Tara gat Abram, Nahor og Haran, en Haran gat Lot.

28 Og Haran dó á undan Tara föður sínum í ættlandi sínu, í Úr í Kaldeu.

29 Og Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí, en kona Nahors Milka, dóttir Harans, föður Milku og föður Ísku.

30 En Saraí var óbyrja, hún átti eigi börn.

31 Þá tók Tara Abram son sinn og Lot Haransson, sonarson sinn, og Saraí tengdadóttur sína, konu Abrams sonar síns, og lagði af stað með þau frá Úr í Kaldeu áleiðis til Kanaanlands, og þau komu til Harran og settust þar að.

32 Og dagar Tara voru tvö hundruð og fimm ár. Þá andaðist Tara í Harran.

The Tower of Babel

11 Now the whole world had one language(A) and a common speech. As people moved eastward,[a] they found a plain in Shinar[b](B) and settled there.

They said to each other, “Come, let’s make bricks(C) and bake them thoroughly.” They used brick instead of stone,(D) and tar(E) for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, with a tower that reaches to the heavens,(F) so that we may make a name(G) for ourselves; otherwise we will be scattered(H) over the face of the whole earth.”(I)

But the Lord came down(J) to see the city and the tower the people were building. The Lord said, “If as one people speaking the same language(K) they have begun to do this, then nothing they plan to do will be impossible for them. Come, let us(L) go down(M) and confuse their language so they will not understand each other.”(N)

So the Lord scattered them from there over all the earth,(O) and they stopped building the city. That is why it was called Babel[c](P)—because there the Lord confused the language(Q) of the whole world.(R) From there the Lord scattered(S) them over the face of the whole earth.

From Shem to Abram(T)

10 This is the account(U) of Shem’s family line.

Two years after the flood, when Shem was 100 years old, he became the father[d] of Arphaxad.(V) 11 And after he became the father of Arphaxad, Shem lived 500 years and had other sons and daughters.

12 When Arphaxad had lived 35 years, he became the father of Shelah.(W) 13 And after he became the father of Shelah, Arphaxad lived 403 years and had other sons and daughters.[e]

14 When Shelah had lived 30 years, he became the father of Eber.(X) 15 And after he became the father of Eber, Shelah lived 403 years and had other sons and daughters.

16 When Eber had lived 34 years, he became the father of Peleg.(Y) 17 And after he became the father of Peleg, Eber lived 430 years and had other sons and daughters.

18 When Peleg had lived 30 years, he became the father of Reu.(Z) 19 And after he became the father of Reu, Peleg lived 209 years and had other sons and daughters.

20 When Reu had lived 32 years, he became the father of Serug.(AA) 21 And after he became the father of Serug, Reu lived 207 years and had other sons and daughters.

22 When Serug had lived 30 years, he became the father of Nahor.(AB) 23 And after he became the father of Nahor, Serug lived 200 years and had other sons and daughters.

24 When Nahor had lived 29 years, he became the father of Terah.(AC) 25 And after he became the father of Terah, Nahor lived 119 years and had other sons and daughters.

26 After Terah had lived 70 years, he became the father of Abram,(AD) Nahor(AE) and Haran.(AF)

Abram’s Family

27 This is the account(AG) of Terah’s family line.

Terah became the father of Abram, Nahor(AH) and Haran. And Haran became the father of Lot.(AI) 28 While his father Terah was still alive, Haran died in Ur of the Chaldeans,(AJ) in the land of his birth. 29 Abram and Nahor(AK) both married. The name of Abram’s wife was Sarai,(AL) and the name of Nahor’s wife was Milkah;(AM) she was the daughter of Haran, the father of both Milkah and Iskah. 30 Now Sarai was childless because she was not able to conceive.(AN)

31 Terah took his son Abram, his grandson Lot(AO) son of Haran, and his daughter-in-law(AP) Sarai, the wife of his son Abram, and together they set out from Ur of the Chaldeans(AQ) to go to Canaan.(AR) But when they came to Harran,(AS) they settled there.

32 Terah(AT) lived 205 years, and he died in Harran.

Footnotes

  1. Genesis 11:2 Or from the east; or in the east
  2. Genesis 11:2 That is, Babylonia
  3. Genesis 11:9 That is, Babylon; Babel sounds like the Hebrew for confused.
  4. Genesis 11:10 Father may mean ancestor; also in verses 11-25.
  5. Genesis 11:13 Hebrew; Septuagint (see also Luke 3:35, 36 and note at Gen. 10:24) 35 years, he became the father of Cainan. 13 And after he became the father of Cainan, Arphaxad lived 430 years and had other sons and daughters, and then he died. When Cainan had lived 130 years, he became the father of Shelah. And after he became the father of Shelah, Cainan lived 330 years and had other sons and daughters