Add parallel Print Page Options

11 Þegar Jabín, konungur í Hasór, spurði þessi tíðindi, gjörði hann orð Jóbab, konungi í Madón, svo og konunginum í Simron og konunginum í Aksaf

og konungunum, sem fyrir norðan bjuggu, í fjalllendinu, á sléttlendinu fyrir sunnan Kínneret, á láglendinu og á Dórhæðum úti við hafið,

Kanaanítum, bæði fyrir austan og vestan, Amorítum, Hetítum, Peresítum, Jebúsítum í fjalllendinu og Hevítum neðan undir Hermon í Mispalandi.

Héldu þeir af stað með allan sinn her; var það mannfjöldi svo mikill sem sandur á sjávarströnd. Höfðu þeir fjölda hesta og vagna.

Allir þessir konungar áttu með sér stefnu, fóru síðan og settu herbúðir sínar allir samt hjá Merómvötnum og bjuggust að eiga orustu við Ísrael.

Þá sagði Drottinn við Jósúa: "Ekki skalt þú hræðast þá, því að á morgun í þetta mund mun ég láta þá alla liggja fallna frammi fyrir Ísrael. Þú skalt skera sundur hásinarnar á hestum þeirra og brenna vagna þeirra í eldi."

Og Jósúa kom að þeim óvörum hjá Merómvötnum með allan sinn her, og gjörðu þeir áhlaup á þá.

Og Drottinn gaf þá í hendur Ísrael, og þeir unnu sigur á þeim og eltu þá allt til Sídon hinnar miklu og til Misrefót Majím og allt austur í Mispedal, og þeir felldu þá, svo að enginn af þeim komst undan.

Og Jósúa fór með þá, eins og Drottinn hafði sagt honum: Hann skar sundur hásinarnar á hestum þeirra og brenndi vagna þeirra í eldi.

10 Þá sneri Jósúa aftur og vann Hasór og felldi konung hennar með sverði, en Hasór var fyrrum höfuðborg allra þessara konungsríkja.

11 Og þeir felldu alla menn, er í henni voru, með sverðseggjum, með því að þeir bannfærðu þá. Var engin lifandi sála eftir skilin, og Hasór brenndi hann í eldi.

12 Jósúa náði á sitt vald öllum borgum þessara konunga, svo og konungunum sjálfum, og hann felldi þá með sverðseggjum, með því að hann bannfærði þá, eins og Móse, þjónn Drottins, hafði boðið.

13 Þó lögðu Ísraelsmenn ekki eld í neinar þær borgir, sem stóðu uppi á hæðum, nema Hasór eina; hana brenndi Jósúa.

14 En öllu herfangi úr borgum þessum rændu Ísraelsmenn sér til handa, svo og fénaðinum, en menn alla felldu þeir með sverðseggjum, uns þeir höfðu gjöreytt þeim. Létu þeir enga lifandi sálu eftir.

15 Eins og Drottinn hafði boðið Móse, þjóni sínum, svo hafði Móse boðið Jósúa, og svo gjörði Jósúa. Hann lét ekkert ógjört af því, sem Drottinn hafði boðið Móse.

16 Þannig lagði Jósúa undir sig allt þetta land: fjalllendið, allt suðurlandið, allt Gósenland, láglendið, sléttlendið, svo og Ísraelsfjöll og láglendið, sem að þeim liggur,

17 frá Skallabergi, sem liggur upp til Seír, til Baal Gað í Líbanonsdal undir Hermonfjalli. Og öllum konungum þeirra náði hann á sitt vald, vann sigur á þeim og lét drepa þá.

18 Um langa hríð átti Jósúa í orustum við konunga þessa.

19 Engin var sú borg, er friðsamlega gengi Ísraelsmönnum á vald, nema Hevítar, þeir er bjuggu í Gíbeon. Allt unnu þeir með hernaði.

20 Því að það var frá Drottni komið, að hann stælti hjörtu þeirra til að fara í móti Ísrael til bardaga, til þess að þeir yrðu vægðarlaust bannfærðir og gjöreyddir, eins og Drottinn hafði boðið Móse.

21 Í það mund fór og Jósúa og eyddi Anakítum úr fjalllendinu við Hebron, úr Debír, úr Anab og úr öllum Júdafjöllum og úr öllum Ísraelsfjöllum. Jósúa bannfærði þá, ásamt borgum þeirra.

22 Engir Anakítar urðu eftir í landi Ísraelsmanna, aðeins í Gasa, Gat og Asdód urðu nokkrir eftir.

23 Jósúa vann allt landið, öldungis eins og Drottinn hafði boðið Móse, og Jósúa gaf það Ísraelsmönnum til eignar, hverri ættkvísl sinn hluta. Eftir það létti ófriði af landinu.

Northern Kings Defeated

11 When Jabin(A) king of Hazor(B) heard of this, he sent word to Jobab king of Madon, to the kings of Shimron(C) and Akshaph,(D) and to the northern kings who were in the mountains, in the Arabah(E) south of Kinnereth,(F) in the western foothills and in Naphoth Dor(G) on the west; to the Canaanites in the east and west; to the Amorites, Hittites, Perizzites(H) and Jebusites in the hill country;(I) and to the Hivites(J) below Hermon(K) in the region of Mizpah.(L) They came out with all their troops and a large number of horses and chariots—a huge army, as numerous as the sand on the seashore.(M) All these kings joined forces(N) and made camp together at the Waters of Merom(O) to fight against Israel.

The Lord said to Joshua, “Do not be afraid of them, because by this time tomorrow I will hand(P) all of them, slain, over to Israel. You are to hamstring(Q) their horses and burn their chariots.”(R)

So Joshua and his whole army came against them suddenly at the Waters of Merom and attacked them, and the Lord gave them into the hand of Israel. They defeated them and pursued them all the way to Greater Sidon,(S) to Misrephoth Maim,(T) and to the Valley of Mizpah on the east, until no survivors were left. Joshua did to them as the Lord had directed: He hamstrung their horses and burned their chariots.

10 At that time Joshua turned back and captured Hazor and put its king to the sword.(U) (Hazor had been the head of all these kingdoms.) 11 Everyone in it they put to the sword. They totally destroyed[a] them,(V) not sparing anyone that breathed,(W) and he burned(X) Hazor itself.

12 Joshua took all these royal cities and their kings and put them to the sword. He totally destroyed them, as Moses the servant of the Lord had commanded.(Y) 13 Yet Israel did not burn any of the cities built on their mounds—except Hazor, which Joshua burned. 14 The Israelites carried off for themselves all the plunder and livestock of these cities, but all the people they put to the sword until they completely destroyed them, not sparing anyone that breathed.(Z) 15 As the Lord commanded his servant Moses, so Moses commanded Joshua, and Joshua did it; he left nothing undone of all that the Lord commanded Moses.(AA)

16 So Joshua took this entire land: the hill country,(AB) all the Negev,(AC) the whole region of Goshen, the western foothills,(AD) the Arabah and the mountains of Israel with their foothills, 17 from Mount Halak, which rises toward Seir,(AE) to Baal Gad(AF) in the Valley of Lebanon(AG) below Mount Hermon.(AH) He captured all their kings and put them to death.(AI) 18 Joshua waged war against all these kings for a long time. 19 Except for the Hivites(AJ) living in Gibeon,(AK) not one city made a treaty of peace(AL) with the Israelites, who took them all in battle. 20 For it was the Lord himself who hardened their hearts(AM) to wage war against Israel, so that he might destroy them totally, exterminating them without mercy, as the Lord had commanded Moses.(AN)

21 At that time Joshua went and destroyed the Anakites(AO) from the hill country: from Hebron, Debir(AP) and Anab,(AQ) from all the hill country of Judah, and from all the hill country of Israel. Joshua totally destroyed them and their towns. 22 No Anakites were left in Israelite territory; only in Gaza,(AR) Gath(AS) and Ashdod(AT) did any survive.

23 So Joshua took the entire land,(AU) just as the Lord had directed Moses, and he gave it as an inheritance(AV) to Israel according to their tribal divisions.(AW) Then the land had rest(AX) from war.(AY)

Footnotes

  1. Joshua 11:11 The Hebrew term refers to the irrevocable giving over of things or persons to the Lord, often by totally destroying them; also in verses 12, 20 and 21.