Add parallel Print Page Options

83 Ljóð. Asafs-sálmur.

Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull og hald eigi kyrru fyrir, ó Guð!

Því sjá, óvinir þínir gjöra hark, og hatursmenn þínir hefja höfuðið,

þeir bregða á slæg ráð gegn lýð þínum, bera ráð sín saman gegn þeim er þú geymir.

Þeir segja: "Komið, látum oss uppræta þá, svo að þeir séu ekki þjóð framar, og nafns Ísraels verði eigi framar minnst!"

Því að þeir hafa einhuga borið saman ráð sín, gegn þér hafa þeir gjört bandalag:

Edómtjöld og Ísmaelítar, Móab og Hagrítar,

Gebal, Ammon og Amalek, Filistea ásamt Týrusbúum.

Assúr hefir einnig gjört bandalag við þá og ljær armlegg sinn Lots-sonum. [Sela]

10 Far með þá eins og Midían, eins og Sísera, eins og Jabín við Kísonlæk,

11 þeim var útrýmt hjá Endór, urðu að áburði á jörðina.

12 Gjör þá, göfugmenni þeirra, eins og Óreb og Seeb, og alla höfðingja þeirra eins og Seba og Salmúna,

13 þá er sögðu: "Vér viljum kasta eign vorri á vengi Guðs."

14 Guð vor, gjör þá sem rykmökk, sem hálmleggi fyrir vindi.

15 Eins og eldur, sem brennir skóginn, eins og logi, sem bálast upp um fjöllin,

16 svo skalt þú elta þá með ofviðri þínu, skelfa þá með fellibyl þínum.

17 Lát andlit þeirra fyllast sneypu, að þeir megi leita nafns þíns, Drottinn!

18 Lát þá verða til skammar og skelfast um aldur, lát þá sæta háðung og tortímast,

19 að þeir megi komast að raun um, að þú einn heitir Drottinn, Hinn hæsti yfir allri jörðunni.

Psalm 83[a]

A song. A psalm of Asaph.

O God, do not remain silent;(A)
    do not turn a deaf ear,
    do not stand aloof, O God.
See how your enemies growl,(B)
    how your foes rear their heads.(C)
With cunning they conspire(D) against your people;
    they plot against those you cherish.(E)
“Come,” they say, “let us destroy(F) them as a nation,(G)
    so that Israel’s name is remembered(H) no more.”

With one mind they plot together;(I)
    they form an alliance against you—
the tents of Edom(J) and the Ishmaelites,
    of Moab(K) and the Hagrites,(L)
Byblos,(M) Ammon(N) and Amalek,(O)
    Philistia,(P) with the people of Tyre.(Q)
Even Assyria(R) has joined them
    to reinforce Lot’s descendants.[b](S)

Do to them as you did to Midian,(T)
    as you did to Sisera(U) and Jabin(V) at the river Kishon,(W)
10 who perished at Endor(X)
    and became like dung(Y) on the ground.
11 Make their nobles like Oreb and Zeeb,(Z)
    all their princes like Zebah and Zalmunna,(AA)
12 who said, “Let us take possession(AB)
    of the pasturelands of God.”

13 Make them like tumbleweed, my God,
    like chaff(AC) before the wind.
14 As fire consumes the forest
    or a flame sets the mountains ablaze,(AD)
15 so pursue them with your tempest(AE)
    and terrify them with your storm.(AF)
16 Cover their faces with shame,(AG) Lord,
    so that they will seek your name.

17 May they ever be ashamed and dismayed;(AH)
    may they perish in disgrace.(AI)
18 Let them know that you, whose name is the Lord(AJ)
    that you alone are the Most High(AK) over all the earth.(AL)

Footnotes

  1. Psalm 83:1 In Hebrew texts 83:1-18 is numbered 83:2-19.
  2. Psalm 83:8 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here.