Add parallel Print Page Options

11 Upp lúk dyrum þínum, Líbanon, til þess að eldur geti eytt sedrustrjám þínum.

Kveina þú, kýprestré, yfir því að sedrustréð er fallið. Kveinið þér, Basans eikur, yfir því að hinn þykki skógurinn liggur við velli.

Heyr, hversu hirðarnir kveina, af því að prýði þeirra er eyðilögð. Heyr, hversu ungljónin öskra, af því að vegsemd Jórdanar er eydd.

Svo sagði Drottinn, Guð minn: Hald til haga skurðarsauðunum,

er kaupendur þeirra slátra að ósekju, og seljendur þeirra segja: "Lofaður sé Drottinn, nú er ég orðinn ríkur!" og hirðar þeirra vægja þeim ekki.

Því að nú vil ég ekki framar vægja íbúum landsins _ segir Drottinn _ heldur framsel ég nú sjálfur mennina, hvern í hendur konungi sínum. Þeir munu eyða landið, og ég mun engan frelsa undan valdi þeirra.

Þá hélt ég til haga skurðarsauðunum fyrir fjárkaupmennina, og tók ég mér tvo stafi. Kallaði ég annan þeirra Hylli og hinn Sameining. Gætti ég nú fjárins

og afmáði þrjá hirða á einum mánuði. Varð ég leiður á þeim, og þeir höfðu einnig óbeit á mér.

Þá sagði ég: "Ég vil ekki gæta yðar. Deyi það sem deyja vill, farist það sem farast vill, og það sem þá verður eftir, eti hvað annað upp."

10 Síðan tók ég staf minn Hylli og braut í sundur til þess að bregða þeim sáttmála, sem ég hafði gjört við allar þjóðir.

11 En er honum var brugðið á þeim degi, þá könnuðust fjárkaupmennirnir við, þeir er gáfu mér gaum, að þetta var orð Drottins.

12 Þá sagði ég við þá: "Ef yður þóknast, þá greiðið mér kaup mitt, en að öðrum kosti látið það vera!" Þá vógu þeir mér þrjátíu sikla silfurs í kaup mitt.

13 En Drottinn sagði við mig: "Kasta þú því til leirkerasmiðsins, hinu dýra verðinu, er þú varst metinn af þeim!" Og ég tók þá þrjátíu sikla silfurs og kastaði þeim til leirkerasmiðsins í musteri Drottins.

14 Síðan braut ég sundur hinn stafinn, Sameining, til þess að bregða upp bræðralaginu milli Júda og Ísrael.

15 Því næst sagði Drottinn við mig: Tak þér enn verkfæri heimsks hirðis,

16 því að sjá, ég ætla sjálfur að láta hirði rísa upp í landinu, sem vitjar ekki þess, sem er að farast, leitar ekki þess, sem villst hefir, græðir ekki hið limlesta, annast ekki hið heilbrigða, heldur etur kjötið af feitu skepnunum og rífur klaufirnar af þeim.

17 Vei hinum ónýta hirði, sem yfirgefur sauðina. Glötun komi yfir armlegg hans og yfir hægra auga hans! Armleggur hans visni gjörsamlega, og hægra auga hans verði steinblint.

11 Open your doors, Lebanon,(A)
    so that fire(B) may devour your cedars!
Wail, you juniper, for the cedar has fallen;
    the stately trees are ruined!
Wail, oaks(C) of Bashan;
    the dense forest(D) has been cut down!(E)
Listen to the wail of the shepherds;
    their rich pastures are destroyed!
Listen to the roar of the lions;(F)
    the lush thicket of the Jordan is ruined!(G)

Two Shepherds

This is what the Lord my God says: “Shepherd the flock marked for slaughter.(H) Their buyers slaughter them and go unpunished. Those who sell them say, ‘Praise the Lord, I am rich!’ Their own shepherds do not spare them.(I) For I will no longer have pity on the people of the land,” declares the Lord. “I will give everyone into the hands of their neighbors(J) and their king. They will devastate the land, and I will not rescue anyone from their hands.”(K)

So I shepherded the flock marked for slaughter,(L) particularly the oppressed of the flock. Then I took two staffs and called one Favor and the other Union, and I shepherded the flock. In one month I got rid of the three shepherds.

The flock detested(M) me, and I grew weary of them and said, “I will not be your shepherd. Let the dying die, and the perishing perish.(N) Let those who are left eat(O) one another’s flesh.”

10 Then I took my staff called Favor(P) and broke it, revoking(Q) the covenant I had made with all the nations. 11 It was revoked on that day, and so the oppressed of the flock who were watching me knew it was the word of the Lord.

12 I told them, “If you think it best, give me my pay; but if not, keep it.” So they paid me thirty pieces of silver.(R)

13 And the Lord said to me, “Throw it to the potter”—the handsome price at which they valued me! So I took the thirty pieces of silver(S) and threw them to the potter at the house of the Lord.(T)

14 Then I broke my second staff called Union, breaking the family bond between Judah and Israel.

15 Then the Lord said to me, “Take again the equipment of a foolish shepherd. 16 For I am going to raise up a shepherd over the land who will not care for the lost, or seek the young, or heal the injured, or feed the healthy, but will eat the meat of the choice sheep, tearing off their hooves.

17 “Woe to the worthless shepherd,(U)
    who deserts the flock!
May the sword strike his arm(V) and his right eye!
    May his arm be completely withered,
    his right eye totally blinded!”(W)